4.10.2011 | 21:59
Hvað er að því að hafa þetta eins og það var?
Það er hefð fyrir því að hafa þetta frjálst í skólum
Banna trúboð í skólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Ólafsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað er að því að þróast og þroskast ?
Það var líka einu sinni hefð að trúa á drauga og brenna galdranornir...
hilmar jónsson, 4.10.2011 kl. 22:13
Hroki og yfirlæti Hilmar?
Guðmundur St Ragnarsson, 4.10.2011 kl. 22:23
Jújú Guðmundur, það var líka sagt með vandlætingu í denn......
hilmar jónsson, 4.10.2011 kl. 22:29
Kenna þetta sem bókmenntir svo krakkar skilji íslenska sögu, menningu og list. Annað er bara að ýta trúnni á fólk, sérstaklega krakka á yngri árum sem geta ekki tekið vel úthugsaðar ákvaðanir.
Agnar (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 22:34
Það sem er að þessu er að það er engin ástæða fyrir því að kenna krökkum eitthvað sem hefur aldrei verið sannað og er mjög umdeilt eins og það væri staðreynd. Börn eru þannig gerð að þau apa eftir fullorðnum, og ef að fullorðið fólk trúir á einhvern ósýnilegan kall uppi í skýjunum þá munu krakkarnir trúa því líka. Trú er eins og sjúkdómur, honum er ætlað að smita sem flesta en sem betur fer með tilkomu internetsins og meira af fólki sem hugsar rökrétt eins og sést greinilega á yngri kynslóðunum er þessi úrelti hugsunarháttur að hverfa úr okkar samfélagi.
Arnar (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 22:46
Að kenna ungum krökkum huldusögur um töfragyðing í eyðimörkinni sem heilagan sannleika er frelsi?
BJE (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 23:19
Mér finnst að skólar eigi að halda hlutleysi í persónulegum efnum sem þessum. Ég á í raun mjög bágt með að trúa því að fullt af fólki finnist það bara allt í lagi að ríkisrekin stofnun á vegum allra íslendinga gangi sérstaklega erinda einna ákveðinna trúarbragða.
Alexandra Briem, 4.10.2011 kl. 23:26
Nei, það hefur einmitt ekki verið hefðin, börn hafa þurft að hafa fyrir því að biðjast undan því að mæta með bekknum sínum í jólamessu og ekki alltaf leyft, eða sleppa við að þylja biblíusögur sem heilagan sannleik. Eða hvað með bænastundir í leikskólum, var þriggja ára börnum kannski "frjálst" að taka ekki þátt?
Skeggi Skaftason, 4.10.2011 kl. 23:30
Það var líka hefði fyrir því að slá nemendur sem ekki voru stilltir, senda þá í tossabekkinn sem voru lesblindir og það var líka löng hefð fyrir því að kenna að samkynhneigð væri kynvilla.
Ef hefðin ætti að ráða þá hefði þetta aldrei breytst.
En reyndar er ekki svo löng hefð fyrir þessu harða trúboði sem ríkiskirkjan er farin að stunda í dag.
Ingólfur, 5.10.2011 kl. 04:19
Við þessu er víst lítið að gera núna. Ég lét blekkjast af Besta flokkinum, en geri það ekki aftur. Ég vona að þessi ákvörðun hafi áhrif á kosningu þeirra í Alþingiskosningunum. Þó mér hafi alltaf litist ágætlega á Jón Gnarr, þá sýnir þetta heigulshátt hans gagnvart málefni sem ég hélt að hann stæði með.
Málið er kannski það að þetta stendur honum of nærri og hann hafi haldið að það hefði áhrif á vinsældir hans, sem voru dalandi fyrir, ef hann myndi beita sér, en það er þá líka heigulsháttur.
Andri (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 08:56
Ég hef aldrei vitað um nokkurn mann sem hefur verið látinn "þylja biblíusögur sem heilagan sannleik" í skóla. Ég veit að mér datt ekki til hugar að biblíusögurnar væru sannar eftir skólagöngu mína, enda var ekkert sem gaf það í skyn.
Það var ekki fyrr en löngu seinna sem ég áttaði mig á sannleiksgildi þeirra.
Ef einhver er að boða börnum kristna trú í skólum þá breytist það ekki með þessum reglum. Því venjulegur kennari hefur litla sem enga þörf fyrir að boða börnunum trú.
Allt er þetta nú bara gert fyrir einhverja viðkvæma kalla úr Siðmennt. Algjörlega verið að láta lítinn minnihluta fólks stjórna lífum okkar hinna.
Andri (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 09:04
Andri segir:
Ég veit um fjölmarga.
JÚ! Prestar hafa t.d. komið í leikskóla og haldið bænastundir. Það breytist með þessum reglum, það verður ekki lengur heimilt.
Skeggi Skaftason, 5.10.2011 kl. 11:24
já en ....
hvernig munu börnin læra að það að stela sé rangt og að við eigum að vera góð við hvort annað !?!?!?!?!?
við þurfum biblíuna fyrir þetta allt saman, svo hefur kristin trú komið sér vel í framförum í hinum ýmsu sviðum læknavísinda, eðlisfræði og stafsetningu!
þetta er gamalt og þar af leiðandi gott fyrir okkur, fólk í gamla daga hafði sjaldnar rangt fyrir sér en fólk í dag, sjáið bara hvað kom fyrir bankana, og hvenær var biblían skrifuð, jú einmitt, fyrir löngu síðan, og tala nú ekki um orðatiltækið "í gamla daga var þetta ekki svona" og þá er verið að tala um að hlutirnir voru betri skal ég segja ykkur.
/stupidhatoff
Egill, 5.10.2011 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.