4.4.2008 | 11:23
Olíuverðið er lægst á Íslandi af Norðurlöndum
Hvað vilja menn með þessum mótmælum?
Loka fyrir umferð olíubíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Ólafsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 60
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Olíuverð er hæst á Íslandi af Norðurlöndunum miðað við rástöfunartekjur. Þeir hafa almenningssamgöngur við nánast ekki. Að lokum er olíverð óvart lægst hér um stundasakir vegna hruns krónunnar. Styð þessi mótmæli.
Svíi (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 11:38
Ég styð þessi mótmæli heilshugar! Kominn tími til að Íslendingar standi saman... það hefur bara aldrei gerst! Næst er að mótmæla matvælaverði! Einhversstaðar verður að byrja!
María Ýrr Atladóttir (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 11:47
Matvæla verð hækkar eftir hvað bensínið hækkar, en það sem fólk vill með essum mótmælum er að lækka álögur ríkisins. Það getur alveg verið að ísland er með læksta olíu verðið en ísland er þar á móti með læktu launin. Ef að allt á að hækka svona hrikalega mikið olían föt matur og allt þá finnst mér rétt látt að launin eiga a hækka samtímis!
Jóna María Þorgeirsdóttir, 4.4.2008 kl. 12:13
Til ykkar fyrir ofan mig....
Hlutfallsleg álagning ríkisins á Íslandi (með vsk) er 48%.... í Noregi er hún 59%. Það tengist gengi krónunnar ekki neitt.
Ætlar þú (María) að mótmæla öllu sem þér finnst dýrt? Heldurðu að það séu feitir kallar þarna hjá matvörubúðum, bensínstöðvum og hjá ríkinu sem séu að hirða allan peninginn?? Álögur á eldsneyti fara í viðhald á vegum (trukkabílstjórar eyðileggja vegi hvað mest). Ef að matvörurverð myndi lækka, myndi fólk sem er fyrir með lág laun fá ennþá lægri laun. Ekki gleyma því að ríkið lækkaði vsk á matvöru niður í 7% fyrir ári síðan.
Ef að ríkið fellir niður þessi gjöld á eldsneyti þá sjáið þið fram á lélegri og hættulegri vegi.
Reynið frekar að stuðla að sparnaði með öðrum hætti... með því t.d. að keyra vistvænna, fá ykkur minni/eyðslugrennri bíla, keyra minna og hjóla!
og eitt í viðbót....almenningssamgöngur. Ef að þú (Svíi) getur ekki nýtt þér almenningssamgöngur á Íslandi, þá er eitthvað að þér, ekki samgöngunum. Ég er í skóla, og hef tekið strætó í rúm tvö ár núna.....og það er ekki erfitt.
Joseph (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 12:16
Aldeilis magnað Joseph hjá þér að taka strætó svona mikið.
Veit ekki með þig en til að komast inn í Reykjavík úr Hafnarfirðinum þar sem ég bý þá þarf ég að bíða eftir strætó sem stoppar í 15 mín göngufjarlægð frá íbúðinni minni á 30 mín fresti. Eftir þetta fer maður niður í Fjörðinn þaðan sem strætó fer á 20 til 30 mín fresti. Ef við gefum okkur svo að ég þurfi að fara upp í Breiðholtið og til baka aftur sama dag held ég að þurfi varla að klára þessa dæmisögu. Ofan í þetta langa ferðalag þarf maður að húka í handónýtum strætóskýlum sem halda hvorki veðri né vindi.
Sorry, ekkert að mér heldur eru almenningssamgöngurnar hér okkur til skammar. Hefur þú búið á Norðurlöndunum Joseph?
Kv. Svíi
Svíi (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 12:51
Það væri gaman að sjá hvað þeir sem leggja til að við hættum að nota bíla af því að olíu og bensínverð er hátt og látum ekkert í okkur heyra ætla að gera ef sami dansinn byrjar á matvælamarkaðinum ætla þeir þá að hætta að borða eða að byrja að hafa svín og kjúklinga í garðinum hjá sér.
Ég held að engin hafi fundið fyrir lækkun á VSK hún bara hvarf eitthvernvegin því að það eru feitir og gírugir karlar þarna sem eru duglegir að láta svona niðurfellingar á álögum ríkisins renna í eigin vasa ,og í sambandi við almenningssamgöngur þá er örugglega misjafnt hvernig þær henta fólki eftir búsetu o.fl
Róbert Hamar, 4.4.2008 kl. 13:00
er einhver stelpa hérna sem vill kynnast við myndarlegan mann á þrítugsaldri og vill ræða efnahagsmálin við mig undir kertaljósi,rauðvíni og king size rúmi ?
Coca Cola (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 13:02
Hverjum er ekki drullusama hvað sósíalistarnir í skandinavíu eru að gera? Af hverju eigum við alltaf að herma eftir þeim? Má ekki hafa sjálfstæða stefnu? Af hverju ekki að bera okkur saman við fleiri lönd eins og t.d. Bandaríkin?
Lágmark að stjórnmálamenn útskýri fyrir okkur af hverju það er nauðsynlegt að fá 2/3 gróða frá álagningum bíla/eldsneytis. Það á að setja í lög að hver einasta króna fari í vegakerfið og lækka svo til móts við það.
Geiri (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 13:21
þeir sem seigja að það meigi ekki læka vsk á bensíni til almenings af því að stórir bílar skema veigi svo míkið hvar voru þeir þegar matvælaverð var lækað hefðu getað verið með þessi rökk til dæmis "má ekki læka matvöruverð vegna þess að það er til feit fólk sem fer þá að hafa efni á því að borða meira" hafið þið ekki pælt í því að það eru til dót sem skemir meira en stór 44 tona treiler það er kallað NAGLADEKK skoðið bara borgina eftir veturinn og seigið mér hvar þessi hjólför eru sem passa við hjólabilið á vörubíll.
Fyrir þá sem eru að seigja að álögur séu lægstar hér á landi miðavið hin norður löndinn berið þá saman allt ekki bara þessar blessu álögur heldur líka laun og annað slíkt,
Noregur fær verkamaður rúma 11-13 lítra á tímalaununum sínum veit ekki alveg hvernig þetta er í Svíþjóð en veit að þar er öll heilbrigðisþjónusta frí þar.
Ísland fær verkamaður í kringum 6-8 lítra á tímalaununum sínum launum svo er ekki heilbrigðis þjónusta frí hér og lángt því frá.
Ég myndi nota almeningssamgöngur mikklu meira ef þær væru nothæfar en þær er gjörsamlega ónothæfar fyrir vinandi fólk, hvað þá fyrir fólk útá landi hvað með það á það bara að laba um sveitirnar, eða þá bara henda heyvinnuvélunum aftan í hesta, eigum við að búa til göttur með hakka og hjólbörum viljið þið ekki bara reisa ykkur torfkofa til að minka meingun?
Jón Heiðar (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 13:47
Þarf þetta fólk ekkert að vinna? Hver borgar ofurlánin af jeppunum á meðan menn geta verið svona mikið frá vinnu við að mótmæla? Kanski þarf þetta fólk að selja jeppana sína eftir þessa törn:)
Jói (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 14:04
Það er satt það sem Jón Heiðar segir. Það þýðir ekki að sýna þjóðinni tölur yfir hlut ríkisins á eldsneitinu og verðið á lítranum miðað við önnur norðurlönd heldur verður að bera það saman við tekjur fólksins. Þó verðið á eldsneytinu hér sé með því lægra á norðurlöndunum þá erum við að fá helmingi minna fyrir meðal tímakaup! Einhverstaðar er eitthvað mikið að og lausnin á því er alls ekki að fara fá sér sparneytnari bíl þó það myndi vissulega bæta umhverfið... en það er allt annað mál og langsótt að tengja það við þessi mótmæli.
Brynjar Már (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 14:25
Kaupmáttur launa er líka lægstur hér á landi, svo ég skýri þetta betur út fyrir þér, þá færðu minnst fyrir launin þín hér á landi en í öðrum löndum skandinavíu.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 14:42
Tökum ísland og danmörk sem dæmi, það er EKKI hægt að bera það saman, afhverju? ÞVI ISLAND HEFUR EKKI SAMGÖNGUKERFI!!!!!!!! Ekki er hægt að bera ísland við neitt af norðurlöndunum, þau hafa eitthvað sem kallast samgöngukerfi, sem ísland hefur ekki.
Steven (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 18:22
Heyrðu töku bara næmi um það að íslenskir vörubílstjórar fá 6 lítra af olíu fyrir tímakaup sín og vörubílstjórar í Noregi fá 13,6 lítra af olíu fyrir sín tímakaup svo ekki er hægt að dæma bara eftir því hvað þetta kostar. En svo líka með að vaskur á mat var lækkað niður í 7%, þá hækkuðu birgðasalarnir bara verðið og fengu þá bara meiri pening í sinn vasa útaf ég fann ekki fyrir neitt miklum breytingum. En tökum bara sem dæmi að Subway bátur mánaðarins kostaði alltaf 299 og svo hækkuðu þau upp í 329 þegar að var farið að tala um þessa vask breytingu til að geta bara lækkað niður aftur í 299 þegar það breyttist, en svo bara allt í einu núna er búið að hækka aftur um þennan 30 kall, bara eitt lítið dæmi.
Jóna María Þorgeirsdóttir, 5.4.2008 kl. 20:05
En ég óttast ekki að olíufélögin geri slíkt ef lækkunin verður almennileg.
Segjum að ríkið lækki álagningar um 40-50 kr. Olíufélögin yrðu nú ekki svo köld að taka alla þá upphæð í eigin vasa. Þau myndu pottþétt nota tækifærið og bæta nokkrum krónum á eigin álagningu. En við myndum örugglega græða mest. Miðað við þær upphæðir sem hafa farið í vegakerfið þá ætti 25 kr álagning að vera nóg. Ath að þegar þetta kerfi var sett upp þá voru helmingi færri bílar á landinu og hlutfallslega voru krónurnar miklu færri. Gróðinn hefur því verið að margfaldast og því skiljanlegt að ríkið sé búið að taka stóran meirihluta í gróða. Allavega 100 milljarðar í plús sem hafa farið í ýmis gæluverkefni og að greiða erlendar skuldir, sem er ekki endilega slæmt en bara að því leiti að bílaeigendur borga meira og meira til samfélagsins heldur eftir því sem tíminn líður.
Í raun á bara að nota tækifærið og fella niður þetta kerfi. Setja upp ákveðna formúlu t.d. keyrsla-dekk-þyngd og leyfa fólki að hafa ökurita svo enginn sé að borga meira en notkun hans á vegakerfinu er. Og já það yrði snilld að setja það í lög að öll álagninginn verði að fara í vegakerfið (nema kannski vaskurinn), þá þyrftu þeir að hafa raunhæfa álagningu en ekki okur. Faratækjum fjölgar sem ganga fyrir öðrum orkugjöfum, t.d. rafmagni eða vetni. Því er í raun tímaspurning hvenær þarf að endurskoða kerfið svo að sumir séu ekki að nota það frítt á meðan aðrir borga okurupphæðir. Finnst það reyndar allt í lagi til að byrja með enda hvetjandi fyrir fólk til þess að skipta út olíunni, en þegar sjáanlegt hlutfall verður búið að skipta þá verður "skattmann" orðinn eitthvað pirraður og teygir lúkurnar víðar.
Geiri (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 16:04
Vil bæta við að í dag eru olíufélögin yfirleitt með um 15-20% álagningu, meirihluti verðins er kaupverð og álagning ríkisins. Því er leiðinlegt að almenningur hefur mest verið að kvarta yfir olíufélögunum enda eru þau langt frá því að vera aðal óvinurinn þegar kemur að verðinu.
Geiri (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 16:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.