Eru ljósmæður ekki með of langt nám að baki?

Er ekki óþarfi að líta á fæðingar sem einhvern sjúkdóm. Það þarf auðvitað stundum að grípa til aðgerða (keisara og þess háttar) Eru það ekki læknar sem framkvæma slíkar aðgerðir?Ég vil síðan segja það að það eru allar stéttir jafn mikilvægar og ljósmæður.
mbl.is Árangurslaus sáttafundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sorglegt að lesa þetta

Hólmdís Hjartardóttir, 12.9.2008 kl. 18:47

2 identicon

held að þú ættir að fara að lesa þig til.

þetta kallast fáfræði!!

ókunnug og ólétt (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 18:51

3 identicon

Klárlega ekki, heilbrigðiskerfið er þó nokkuð flókið system og 6. ára nám í háskóla til að sinna þessum málaflokki heilbirgðiskerfisins er nauðsynlegt, en skiljanlegt af leikmanni á hliðarlínunni að finnast þetta

Þórey (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 19:22

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ef þú skoðaðir tölfræðina þá myndir þú sjá klárt samhengi milli menntastigs ljósmæðra og ungbarnadauða sem og fjölda þeirra kvenna sem deyja af barnsförum. Þar að auki er það mikið álag á konur að eignast börn og þar geta ljósmæður létt verulega bæði andlegu og líkamlegu álagi.

Að lokum er rétt að mynna á að þó að gengið yrði að kröfum ljósmæðra væri kostnaðurinn af því ekki nema smámunir miðað við t.d. stuðning ríkisins við sauðfjárbændur gegnum styrki eða bankana gegnum lánatöku. Með því að leyfa þessari deilu að fara í hart hefur ríkisstjórnin sýnt forgangsröðun sína í verki.

Héðinn Björnsson, 12.9.2008 kl. 19:34

5 identicon

Fáviskan leynist víða, Einar ég vona að þú sért ekki meira en 12 ára gamall, þá áttu þér kannski málsbætur og gætir átt möguleika á að þroskast og sjá hlutina í víðara samhengi með tímanum.

Guðbjörn (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 20:31

6 identicon

kona og barn eru í lífshættu um leið og fæðing fer af sporinu. fæðing getur farið af sporinu frá upphafi til enda. það er ekki hægt að laga neitt með því að ýta á takka eða kalla á fleira fólk sér til aðstoðar. kona og barn eiga allt undir því hvað ljósmóðirin kann. kona getur misst lífshættulega mikið blóð í eðlilegri fæðingu, krakki sem er stór og feitur getur setið fastur í fæðingavegi og dáið þar, krakkinn getur líka dáið ef naflastrengur vefst utan um hendi eða fót inn í legi og það er ekki hægt að opna það eins og hurð - það er ekki hægt að gera neitt nema að kunna eitthvað. kæri einaro ég vona að þú sért eitthverju nær. kv d

doddy (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 21:22

7 identicon

Sæll Einar

Jú það er alveg rétt hjá þér að það eru læknar sem gera keisaraskurði og aðrar aðgerðir EN það er ljósmóðirin sem metur hvenær hætta er á ferðum, hvenær kalla þurfi á lækninn.  Þú átt vonandi einhverntíman eftir að upplifa það að eignast barn þá sérð þú hvað ljósmóðirin er mikilvæg, að halda því fram að ljósmæður séu ofmentaðar er bara bull.  Ljósmæður vinna ekki bara við fæðingar, þær vinna líka í mæðravernd þar sem enginn læknir er yfirleitt við hlið þeirra og einnig vinna þær með sængurkonur þar sem læknar eru ekki að þvælast fyrir þeim svo að það er eins gott að kunna sitt fag.  Vonandi skýrir þetta eitthvað fyrir þér.

kv Hrafnhildur

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Ólafsson

Höfundur

Einar Ólafsson
Einar Ólafsson
Bloggari
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband